Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2020

Opnun ljósmyndasýningarinnar "Living with the Volcanos" í UNESCO

Hvernig hafa eldfjöll áhrif á líf fólks um allan heim? Í gær var opnuð ljósmyndasýning fyrir utan höfuðstöðvar UNESCO á eldfjallamyndum Arnaud Guérin „Living with Volcanoes“. Á sýningunni, sem haldin er í samstarfi við jarðfræðiáætlun UNESCO, eru meðal annars myndir frá Lakagígum og Elliðaey. Að þessu tilefni bauð Kristján Andri Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands gagnvart UNESCO, til móttöku. Í opnunarávarpi sínu lagði hann áherslu á mikilvægi jarðvarma í þróunarsamvinnu og vakti athygli á nýstofnaðri Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu á Íslandi.

Ljósmyndasýningin „Living with Volcanoes“ fyrir utan höfustöðvar UNESCO stendur yfir til 6. mars nk. 
UNESCO, Avenue de Suffren, 75007 Paris


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum