Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2020 Utanríkisráðuneytið

Ráðuneytisstjóri fundar í Tókýó

Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri, ræðir hér við Shingo Yamagami, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu japanska utanríkisráðuneytisins.  - mynd

Í gær fór fram reglubundið tvíhliða pólitískt samráð íslenskra og japanskra stjórnvalda þegar Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, fundaði í Tókýó með Yasushi Masaki, skrifstofustjóra Evrópuskrifstofu japanska utanríkisráðuneytisins. Er þetta í annað sinn sem slíkur fundur er haldinn en fundirnir eru mikilvægur hluti af auknu samstarfi landanna.

Á meðal umræðuefna á fundinum var áframhaldandi efnahagssamráð vegna hugsanlegrar gerðar fríverslunarsamnings landanna og viðleitni Íslands að hefja könnunarviðræður um mögulegar fríverslunarviðræður. 

Á fundinum voru alþjóða- og öryggismál og málefni norðurslóða einnig rædd en þess má geta að Ísland og Japan standa sameiginlega að alþjóðlegum fundi vísindamálaráðherra um rannsóknasamstarf á norðurslóðum í Tókýó í nóvember nk. 

Auk samráðsfundarins átti ráðuneytisstjóri fundi með Íslenska viðskiptaráðinu í Japan, japönsku þróunaraðstoðarstofnuninni JICA, Shinichi Nakatani aðstoðarutanríkisráðherra Japans og Shingo Yamagami skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Fundaröð ráðuneytisstjóra lauk svo með fundum í dag með fulltrúum japanska menntamálaráðuneytisins auk iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis.

  • Yasushi Masaki, skrifstofustjóri Evrópuskrifstofu japanska utanríkisráðuneytisins, og Sturla Sigurjónsson. - mynd
  • Sturla Sigurjónsson og Shinichi Nakatani, aðstoðarutanríkisráðherra Japans. - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum