Hoppa yfir valmynd
23. mars 2020

UPPLÝSINGAR VARÐANDI COVID-19 í AUSTURRÍKI​

Almennt ástand:

Góður aðgangur er í Vínarborg að matvörubúðum, bönkum, lyfjabúðum, læknis- og heilsugæslu. Aðstæðurnar í borginni eru þó óvenjulegar: Veitingahús, kaffihús, leikhús, kvikmyndahús, óperuhús og allar verslanir, nema þær sem selja matvæli eru lokuð, og samkomubann í gildi. Almenningsgarðar eru lokaðir. Ekki mega fleiri en fimm koma saman, og lögregla fylgist með slíku á götum. Fátt fólk er því á ferli, nema nauðsyn beri til vegna barna, matvælainnkaupa, umönnunar eldra fólks, o. s. fr. Tilmæli eru um, að fólk sé einsamalt á ferli. Þetta gildir til 13. apríl.

Yfirlýst einangrunarsvæði (Quarantäne-Gebiete) í Austurríki:

Ferðalög út af einangrunarsvæðum í Austurríki eru ýmsum takmörkunum háð, og lögregla metur hvert tilfelli fyrir sig. Svæðin eru:

Allt sambandslandið Tyrol, Arlberg-svæðið í sambandslandinu Vorarlberg, Gastein-dalurinn, Grossarl-dalurinn og Flachau í sambandslandinu Salzburg og Heiligenblut í sambandslandinu Kärnten.

Landamærum lokað:

Landamærum nágrannalanda Austurríkis, sem öll eru í Schengen, hefur verið lokað (eftir dagsetningum) um óákveðinn tíma.

Ítalía: (Frá 11. mars af hálfu Austurríkis).

Tékkland: (Frá 12. mars af þeirra hálfu).

Slovakía: (Frá 13. mars af þeirra hálfu).

Þýskaland: (Frá 15. mars af þeirra hálfu).

Ungverjaland: (Frá 17. mars af þeirra hálfu).

Slóvenía, Liechtenstein og Sviss: (Frá17. mars af hálfu Austurríkis).

Flug um Vín-Schwechat:

Alþjóðaflugvöllurinn Schwechat er enn opinn, en stöðugar breytingar dag frá degi á flugi.

Skv. borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis Austurríkis er íslenskum farþegum enn leyft að fljúga gegnum Wien-Schwechat (transit) frá Schengen löndum og Non-Schengen löndum til Íslands, en þarf að fylgjast með fréttum á hverjum degi, því þetta gæti breyst.

Frá Non-Schengen löndum er flug bannað til Wien-Schwechat frá Kína, Bretlandi, Suður-Kóreu, Íran, Úkraínu og Rússlandi.

Frá Schengen-löndum er flug bannað frá Ítalíu, Spáni, Sviss, Frakklandi og Hollandi. Undantekningar eru leyfðar ef farþegar fara í tveggja vikna einangrun við komu til Austurríkis og eru með heilbrigðisvottorð.

Austrian Airlines er hætt að fljúga til 28. mars og Laudamotion-flugfélagið til 8. apríl. Wizz Air, sem flogið hefur beint til Íslands, hefur hætt flugi um Schwechat frá 24. apríl til 1. maí. Önnur flugfélög eru að fækka flugferðum umtalsvert.

Ferðatakmarkanir og tengdar upplýsingar (má fara í gegnum landið ef maður hefur sönnun fyrir lokaáfangastað, o.þ.h.)

Hvað alþjóðaflugvöllinn Vín-Schwechat varðar, þá eru nýjustu  upplýsingar vegna Covid-19 að finna á ensku á https://www.viennaairport.com/currentinformation

AUSTURRÍKI Vefsíður og mikilvæg símanúmer

Heilbrigðisráðuneyti Austurríkis: https://www.sozialministerium.at/en.html

Utanríkisráðuneyti Austurríkis: https://www.bmeia.gv.at/en/

Vínarborg: https://www.wien.gv.at/english/

WHO: https://www.who.int/emergencies/diseases/novel-coronavirus-2019/advice-for-public

Almennt upplýsingasímanúmer heilbrigðisráðuneytis Austurríkis: 0800-555 621

Neyðarsímaúmer í Austurríki, þegar maður er kominn með hita og hósta: 1450

Lestarferðir: https://www.oebb.at/en

ÍSLAND Vefsíður og mikilvæg símanúmer

Stjórnarráð Íslands: https://www.stjornarradid.is/https://www.covid.is/

Skjaldarmerkið

Stjórnarráðið | Forsíða

www.stjornarradid.is

Vefur Stjórnarráðs Íslands. Upplýsingar um ráðuneyti og verkefni þeirra auk frétta. Einnig upplýsingar um ríkisstjórn Íslands og fleira sem snertir Stjórnarráðið.

 

Embætti Landlæknis: https://www.landlaeknir.is/koronaveira/

Kórónaveiran 2019-nCoV – Novel coronavirus 2019-nCoV

www.landlaeknir.is

Neyðarstig vegna COVID-19

 

Utanríkisráðuneyti Íslands: https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/

Á vefsíðu utanríkisráðuneytisins er einnig hægt að skrá sig í öryggisskyni:  www.utn.is/covid19

Upplýsingar: https://www.government.is/news/ 

Ferðaráð: www.utn.is/ferdarad

Reykjavíkurborg: https://reykjavik.is/

WHO: https://www.who.int/emergencies/diseases/novel-coronavirus-2019/advice-for-public

Almennur upplýsingavefur á Íslandi: https://www.covid.is/hafa-samband

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum