Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2020 Utanríkisráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Sækja lækningavörur frá Kína

Stofugangur á smitsjúkdómadeild A7 á Landspítalanum í Fossvogi  - myndLandspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa samið við Icelandair um að sækja pöntun af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn til Kína. Búnaðurinn var pantaður fyrir nokkru síðan, þegar ljóst var hvað í stefndi vegna COVID-19 heimsfaraldursins. 

„Enginn skortur hefur verið hér á landi á hlífðarbúnaði, en með þessu verkefni er verið að tryggja ábyrga birgðastöðu á þessum mikilvægu vörum fyrir sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir hér á landi meðan á faraldrinum stendur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Góð samvinna hefur verið um þetta verkefni milli heilbrigðisyfirvalda, almannavarna, Icelandair og utanríkisráðuneytisins. Sendiráð Íslands í Kína hefur unnið að því í samráði við yfirvöld hér heima að festa kaup á þessum vörum og tryggja leyfi fyrir útflutningi og sendiráð Kína á Íslandi hefur einnig veitt góða aðstoð við þetta verkefni. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum