Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2020

Upplýsingar til Íslendinga í Bandaríkjunum vegna COVID-19

Sendiráðið vekur athygli á því að verulega hefur dregið úr framboði á flugi til Íslands. Icelandair flýgur til og frá Boston 30. apríl og 2. maí. Engar upplýsingar eru um flug eftir þá dagsetningu. Þá er vakin athygli á því að nú er öllum sem koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví frá komu án tillits til hvaðan þeir koma. Samhliða þessum reglum hefur verið tekið upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum. Reglurnar komu til framkvæmda föstudaginn 24. apríl og falla að óbreyttu úr gildi 15. maí.  

Gerð verður krafa til þeirra sem flytja farþega til landsins að þeir útfylli svokallað e. Public Health Passenger Locator eða sambærilegt form og munu farþegar þurfa að framvísa því við landamæraeftirlit. Með því er gert að skilyrði við komu fólks til landsins að fyrir liggi allar nauðsynlegar upplýsingar um hvar viðkomandi muni dvelja í sóttkví og hvernig henni verður háttað.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur aukið símsvörun og svörun skriflegra fyrirspurna allan sólarhringinn. Íslendingar í vanda erlendis geta haft samband í síma 545-0-112, í [email protected] og í gegnum Facebook utanríkisráðuneytisins.

Í ljósi aðstæðna og tilmæla stjórnvalda í Bandaríkjunum er skrifstofa sendiráðsins í Washington ekki opin almenningi nema gestir tilkynni sig fyrir fram með tölvupósti. Öllum almennum erindum til sendiráðsins skal beint á netfangið [email protected] eða á Facebook og við munum hafa samband í síma eða tölvupósti.

Við bendum Íslendingum á að fylgjast með ráðleggingum yfirvalda á svæðinu. Fyrir Íslendinga í Washington sjá nánar: https://coronavirus.dc.gov/

Framlenging ESTA áritunar

Ferðamenn sem ferðast hafa á ESTA til Bandaríkjanna og komast ekki vegna ferðabannsins til síns heima áður en gildistími ESTA áritunar rennur út (involuntary overstay) geta sótt um framlengingu. Þetta á þó aðeins við um þá sem hafa lögmæta ástæðu fyrir að hafa ekki flýtt heimför s.s. veikindi, ferðatakmarkanir eða niðurfelling flugs. Þeir sem ekki hafa sinnt leiðbeiningum um að flýta heimferð og lenda í vandræðum geta ekki átt von á að fá slíka fyrirgreiðslu frá hendi bandarískra stjórnvalda og geta átt í vændum hömlur/bann á endurkomu til Bandaríkjanna síðar.

Beiðni um framlengingu á ESTA (Request for Extension of Satisfactory Departure date) þarf að berast fyrir þann dag sem gildistími ESTA áritunar rennur út.

Sótt er um framlengingu með því að setja sig í samband við:
1) CBP (Customs and Border Protection) á þeim stað sem ferðamaður er staðsettur. Sjá upplýsingar hér: https://www.cbp.gov/contact/ports,

2) CBP á svokölluðum Deferred Inspection Site. Sjá nánar:  https://www.cbp.gov/contact/ports/deferred-inspection-sites, eða

3)  USCIS (útlendingaeftirlit Bandaríkjanna) í síma +1-800-375-5283 og panta viðtalstíma til að óska eftir framlengingu. Sjá nánar: https://www.uscis.gov/contactcenter 

Tilkynnt hefur verið að öll hefðbundin þjónusta tengd vegabréfsáritunum í öllum sendiráðum Bandaríkjanna hafi verið felld niður frá og með 20. mars um ótilgreindan tíma.


Ferðabann vegna Covid-19

Ferðabann til Bandaríkjanna frá Schengen ríkjum (þ.m.t. Íslandi) tók gildi laugardaginn 14. mars.
Þeir sem hafa heimild til að ferðast frá Schengen-svæðinu til Bandaríkjanna (bandarískir ríkisborgarar og aðilar með fasta búsetu) verður gert að sæta sjálfskipaðri sóttkví við komu til Bandaríkjanna og fara í viðtal og mögulega læknisskoðun við komu til landsins. Nýjustu upplýsingar varðandi ferðabannið má lesa á heimasíðu bandaríska heimavarnaráðsins: www.dhs.gov

Sjá nánari upplýsingar um ferðaráð í meðfylgjandi slóð á vef stjórnarráðsins.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum