Hoppa yfir valmynd
29. maí 2020

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna 2020

Tekið verður á móti kjósendum alla virka daga á milli klukkan 9:30 og 15:30 fram að kosningum. Kjósendur eru hvattir til að koma tímanlega þar sem það er á ábyrgð hvers og eins að koma eigin atkvæði til viðkomandi kjörstjórnar í tæka tíð, t.d. með pósti.

Við vekjum jafnframt athygli á því að samkvæmt Postnord má búast við töfum á póstsendingum á milli landa vegna aðstæðna tengdum Covid-19.

 

Kjósendur eru beðnir um að gefa upp íslenska kennitölu og framvísa persónuskilríkjum með mynd.

 

Fyrirkomulag utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar tekur mið af aðstæðum vegna Covid-19 og verða kjósendur að reikna með að þurfa að bíða utandyra þar til röðin kemur að þeim, ef fleiri vilja kjósa á sama tíma.

 

Sendiráðið er staðsett á Kommendörsgatan 35, 114 58 Stokkhólmi, sími +46 8 442 8300.

 

Þeir sem vilja kanna hvort þeir séu á kjörskrá á Íslandi hafa samband við Þjóðskrá á [email protected] og gefa upp nafn og kennitölu.

Þeir sem vilja kjósa hjá ræðismönnum Íslands í Gautaborg, Malmö eða Karlstad geta pantað tíma með því að hafa beint samband við ræðismenninna í gegnum síma eða tölvupóst:

Christina Nilroth, aðalræðismaður Íslands í Gautaborg
Sími: +46 70 570 40 58
Tölvupóstur: [email protected]
Tekið verður á móti kjósendum eftir samkomulagi í Brewhouse i Gårda, Åvägen 24 í Gautaborg.

 

Ingibjörg Benediktsdóttir, ræðismaður Íslands í Höllviken/Malmö
Sími: +46 70 545 1127
Tölvupóstur: [email protected]
Tekið verður á móti kjósendum eftir sakomulagi í Harlör Huset, Brädgårdsvägen 28, Höllviken.

 

Madeleine Ströje Wilkens, ræðismaður Íslands í Karlstad/Hammarö
Sími: +46 73 59 000 44
Tekið verður á móti kjósendum eftir samkomulagi á Bärstavägen 22, Hammarö.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum