Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. september 2020 Sendiráð Íslands í Helsinki

Forseti Finnlands tekur á móti Auðuni Atlasyni sendiherra

Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Finnlandi (t.v.), og Sauli Niinistö, forseti Finnlands. - myndJon Norppa / Skrifstofa forseta Finnlands

Sauli Niinistö, forseti Finnlands, tók í morgun á móti Auðuni Atlasyni, sendiherra Íslands í Finnlandi. Fundur þeirra var í framhaldi af afhendingu trúnaðarbréfs sem fram fór með rafrænum hætti í júlí og er Auðunn fyrsti sendiherrann sem Niinistö tekur á móti eftir að gripið var til harðra gegn COVID í Finnlandi í mars sl. 

Á fundinum ræddu þeir um traust tvíhliða samskipti Íslands og Finnlands. Sem hluti af hinni norrænu fjölskyldu eiga ríkin í margvíslegu samstarfi á fjölmörgum málefnasviðum. Rætt var um norðurslóðamál þar sem Ísland tók fyrir rúmu ári við formennsku af Finnum í Norðurskautsráðinu og um ýmist annað alþjóðasamstarf s.s. á vettvangi Evrópusamvinnunnar og Mannréttindaráðs SÞ. Á fundinum kom fram vilji til að auka viðskiptasamstarf með sérstakri áherslu á samvinnu á sviði nýsköpunar og sprotastarfsemi, auk þess að rækta áfram hið blómlega menningarsamstarf landanna en eitt nýjasta dæmi þess er finnski hljómsveitarstjórinn Eva Ollikainen sem í ár tók við sem aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira