Hoppa yfir valmynd
5. október 2020

Norðurslóðaráðstefna í Yakutsk

Vetur í Oymyakon, Yakútíu - myndMarteen Takens (CC BY-SA 2.0)

Ráðstefnan Northern Sustainable Development Forum um sjálfbærni á norðurslóðum var haldin í Yakutsk í lok september. Er þetta í annað sinn sem hún er haldin og komu þátttakendur úr röðum vísindafólks, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka frá Norðurskautsríkjunum. Í ljósi aðstæðna fór ráðstefnan að mestu leyti fram á netinu.

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og formaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnunnar og norðurskautsmál, kynnti meginþætti norðurslóðastefnu Íslands  sem snúa að sjálfbærri þróun, loftslags- og umhverfismálum og fólki búsettu á norðurslóðum. Hann greindi frá lagaumhverfinu á Íslandi fyrir norðurslóðamál og samspili Alþingis og sveitarstjórna hvernig þessir þættir eru framkvæmdir á Íslandi til að tryggja se, bestu lífsskilyrði fólks á svæðinu samhliða því að vernda náttúruna.

Þá flutti Magnus de Witt, doktorsnemi við Rannsóknarsetur um sjálfbæra þróun við Háskólann í Reykjavík, erindi um orkuþróun á norðurslóðum í umræðu tileinkaðri hlutverki háskóla á norðurslóðum við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum