Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2020

Sendiherra Íslands afhendir trúnaðarbréf í Rússlandi

Árni Þór Sigurðsson sendiherra við afhendingu trúnaðarbréfs í Kremlarhöll - myndMynd: Kreml

Árni Þór Sigurðsson sendiherra afhenti í gær forseta Rússlands, Vladimír Pútín, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Rússlandi.

Athöfnin fór fram í Kremlarhöll í Moskvu og afhentu samtals sendiherrar 19 ríkja trúnaðarbréf sín. Af því tilefni flutti forseti Rússlands ávarp og fjallaði stuttlega um samskipti Rússlands og hvers ríkis fyrir sig. Í umfjöllun sinni um samskipti Íslands og Rússlands sagðist Vladimír Pútín vilja styrkja enn frekar tengslin við Ísland, bæði tvíhliða og í gegnum svæðisbundna samvinnu. Nefndi hann sérstaklega að Ísland færi nú með formennsku í Norðurskautsráðinu og myndi afhenda Rússlandi formennskukeflið næsta vor. Þá gat hann um mikilvægt samstarf á sviði hátækni og þróunar á sviði sjávarútvegs og nýtingar sjávarafurða, hönnunar fiskiskipa og að á sviði jarðhita og landbúnaðar væru einnig tækifæri

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum