Hoppa yfir valmynd
17. júlí 2021

Indversk-íslenska viðskiptaráðið kveður fráfarandi forstöðumann sendiráðsins og býður nýjan sendiherra velkominn

Formaður Indversk-íslenska viðskiptaráðsins (Indo Icelandic Business Association, IIBA), Prasoon Dewan, bauð til kvöldverðarfundar með stjórn IIBA, til að ræða málefni ráðsins og kveðja Kristínu Evu Sigurðardóttur forstöðumann sendiráðs Íslands í Nýju-Delhí síðan í júní 2020, sem nú hverfur til starfa í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Prasoon Dewan bauð einnig nýjan sendiherra, Guðna Bragason, velkominn til starfa á Indlandi.

Sendiherra kynnti áherslur utanríkisins og Íslandsstofu í í viðskiptamálum, samkvæmt Skýrslu um langtíma stefnumótun fyrir íslenskan útflutning 2019 og Skýrslu um utanríkisviðskiptastefnuna 2020. Hvatt er til þess, að Ísland verði þekkt sem leiðandi land á sviði sjálfbærni og byggt verið á sex áherslum: 1. Grænum lausnum og sjálfbærri orkunýtingu, 2. nýsköpun, 3. skapandi listum, 4. ferðamennsku, 5. sjávarútvegi og 6. náttúrulegum matvælum. Þakkaði hann ráðinu fyrir gott starf að viðskiptum Indlands og Íslands.

  • Indversk-íslenska viðskiptaráðið kveður fráfarandi forstöðumann sendiráðsins og býður nýjan sendiherra velkominn - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum