Hoppa yfir valmynd
28. september 2021 Sendiráð Íslands í París

Afhending trúnaðarbréfs í Líbanon

Unnur Orradóttir Ramette sendiherra í París afhenti Michel Aoun forseta Líbanon trúnaðarbréf sitt. Á myndinni má einnig sjá Abdallah Bou Habib nýskipaðan utanríkisráðherra, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins og prótokollstjóran forsetahallarinnar - mynd
Unnur Orradóttir Ramette sendiherra í París afhenti Michel Aoun forseta Líbanon trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn í Baabda Palace forsetahöllinni í Beirút í dag. 
 
Íslensk stjórnvöld hafa veitt mannúðaraðstoð til Líbanons í gegnum Samhæfingaskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF) og  Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP). Þá hefur Rauði kross Íslands veitt aðstoð, m.a. í kjölfar sprengingarinnar í skipahöfninni í Beirút þ. 4. ágúst 2020, sem varð um 200 manns að bana.
 
Ísland veitti einnig 15 m.kr. aðstoð til menningargeirans í borginni í kjölfar sprengingarinnar undir hatti "LiBeirut" verkefnisins á vegum UNESCO. Styrkir voru veittir til Terdad útilistahátíðarinnar í júlí sl.  sem nýttust meira en 200 starfsmönnum í skapandi greinum. Þetta var fyrsta listahátíðin í Beirút í kjölfar sprengingarinnar og því kærkomin og vel sótt. Þá er verið að gera upp á annan tug listaverka í eigu ríkisins sem skemmdust í sprengingunni, undir hatti aðstoðarinnar frá Íslandi, og styrkja leikhúsverkefni Zoukak Stúdíósins en húsnæði þess varð mjög illa úti í sprengingunni eins og flestallar menningarmiðstöðvar og gallerí í Beirút. Þar fá jaðarhópar eins og flóttamenn aðgang að leiklistarmeðferð (drama therapy) og aðstöðu til leiksýninga. Öll aðstoð Íslands beinist til frjálsra félagasamtaka.
 
  • Frá heimsókninni til Beirút. Auk Unnar Orradóttur Ramette má sjá Á myndinni má m.a. sjá á myndinni Constanza Farina svæðisstjóra UNESCO í Arabalöndum, Carla Jabra Vann aðalræðismann Íslands í Beirút og starfsmenn Beirut Museum of Art.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira