Hoppa yfir valmynd
9. desember 2021

Viðskiptafundur í Chennai

Sendiráðið í Nýju-Delhí stóð fyrir hádegisverðarfundi með viðskiptafólki í borginni 25. nóvember sl., þar sem kynntar voru áherslur utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu í útflutningi og viðskiptum. Að loknu ávarpi sendiherra kynntu viðskipta- og menningarfulltrúar sendiráðsins, Rahul Chongtham og Deepika Sachdev, hinar sex helstu áherslur Íslands í útflutningi, nýsköpun og menningarsamstarf og nýjar hugmyndir á sviði grænnar orku og kolefnisbindingar. Chennai hefur um árhundruð verið helsta hafnarborg Suð-vestur Indlands.

Einnig voru haldnir fundir með dr. K. S. Palanisamy, fiskimálastjóra Tamil Nadu-fylkis  (Commissioner of Fisheries, Tamil Nadu Fisheries Development Corporation, TNFDC), og dr. G. A. Ramadass, forstjóra Hafrannsóknarstofnunar Tamil Nadu-fylkis (National Institute for Ocean Technology, NIOT) og samstarfsfólki þeirra. Rætt var m. a. um framkvæmd samstarfsyfirlýsingar ríkjanna á sviði sjávarútvegsmála frá 2019 og hugsanlegt samstarf við Sjávarútvegsskólann og Íslenska sjávarklasann.

  • Viðskiptafundur í Chennai - mynd úr myndasafni númer 1
  • Viðskiptafundur í Chennai - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum