Hoppa yfir valmynd
22. mars 2022

Sigríður Snævarr afhenti rafrænt trúnaðarbréf í Ástralíu

Sigríður Ásdís Snævarr afhenti David Hurley, landsstjóra Ástralíu, trúnaðarbréf sem sendiherra gagnvart Ástralíu þann 3. mars síðastliðinn. Sú nýbreytni var viðhöfð að þessu sinni að trúnaðarbréfið var afhent rafrænt í gegnum fjarfundarbúnað en venja er að afhending trúnaðarbréfs sé í eigin persónu. Fjögur ár eru frá því Sigríður fékk samþykki sem sendiherra gagnvart Ástralíu en afhending trúnaðarbréfsins hefur í tvígang frestast, fyrst vegna skógarelda í Ástralíu 2019 og síðan vegna heimsfaraldursins. 

Viðstödd afhendinguna voru jafnframt Kjartan Gunnarsson, eiginmaður Sigríðar, Estrid Brekkan, prótókollstjóri í utanríkisráðuneytinu, og Linda Hurley, eiginkona landsstjóra Ástralíu. Í samtali Sigríðar og landstjórans kom fram áhugi á að efla samskipti Íslands og Ástralíu, ekki síst á hinu pólitíska sviði. Ísland og Ástralía væru líkt þenkjandi ríki og var afstaðan til innrásar Rússlands í Úkraínu nefnd í því samhengi. Þá ræddu þau einnig um fyrirhugaða heimsókn Sigríðar til Sydney í júní, ferðaþjónustu, orkuskipti, menntun og menningu. 

„Það má segja að fjarafhendingin yfir sautján þúsund kílómetra og ellefu klukkustunda tímamismun hafi verið til marks um þróun sem minnkar áhrif fjarlægðar á möguleika til viðskipta, en ég finn fyrir vaxandi áhuga innan íslenskra fyrirtækja til að efna til viðskipta í Ástralíu,“ segir Sigríður.  

  • Sigríður Snævarr afhenti rafrænt trúnaðarbréf í Ástralíu - mynd úr myndasafni númer 1
  • Sigríður Snævarr afhenti rafrænt trúnaðarbréf í Ástralíu - mynd úr myndasafni númer 2
  • Gréta Boðadóttir, Gunnar Snorri Gunnarsson, Estrid Brekkan, Jón Erlingur Jónasson, Stefán Skjaldarson, Sigríður Snævarr, Berglind Ásgeirsdóttir, Kjartan Gunnarsson, Kristín Eva Sigurðardóttir, Kjartan Gunnsteinn Kjartansson, Petrína Bachmann og Sigríður Bachmann. - mynd
  • Kjartan Gunnsteinn Kjartansson, Kristín Eva Sigurðardóttir, Sigríður Snævarr og Berglind Ásgeirsdóttir.  - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum