Hoppa yfir valmynd
7. desember 2022

Ísland styður indverska kokkalandsliðið.

Kynningarstarfi sendiráðsins lauk á viðeigandi hátt 4. desember 2022 með fjölmennri móttöku í sendiherrabústað, til að fagna samkomulagi milli Sambands matreiðslumanna á Indlandi og íslenskra meistarakokka um að þjálfa fyrsta kokkalandslið Indlands. Margir þekktustu matreiðslumenn landsins komu til mótttökunnar. Forgöngumaður samkomulagsins er Gissur Guðmundsson matreiðslumaður, sem starfað hefur með Indverjum um árabil. Gissur og fyrirtæki hans, Banyan, kynnti framleiðslu sína á SIAL-matvælasýningunni (Salon International de L´Alimentation) sem fram fór í Nýju-Delhí 2. – 3. desember. Í móttökunni var einnig kynnt skyrframleiðsla Skyrrup-fyrirtækisins á Indlandi og ginframleiðslu MÓA Háloga Distillery í Reykjavík.  


  • Ísland styður indverska kokkalandsliðið. - mynd úr myndasafni númer 1
  • Ísland styður indverska kokkalandsliðið. - mynd úr myndasafni númer 2
  • Ísland styður indverska kokkalandsliðið. - mynd úr myndasafni númer 3
  • Ísland styður indverska kokkalandsliðið. - mynd úr myndasafni númer 4

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum