Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2023

Marel á sjávarafurðasýningunni í Kalkútta

Guðni Bragason sendiherra Íslands í Nýju Delí og Sharad Verma kjörræðismaður Íslands í Kalkutta heimsækja sýningarbás Marel´s á IISS sýningunni (India International Seafood Show) sem haldin var í Kalkutta á dögunum - mynd

Eins stærsta kaupstefna fyrir sjávarafurðir og viðskipti með fisk á Indlandi var opnuð í Kalkútta 15. febrúar.  Kaupstefnan, India International Seafood Show (IISS), hefur verið haldin á þriðja áratugi í helstu borgum landsins og hafa íslensk fyrirtæki tekið þátt í henni. Að þessu sinni var fyrirtækið Marel India með aðalstöðvar í Bangalalore í hópi um 350 fyrirtækja, sem kynntu framleiðslu sína og viðskipti. Búist er búist við þúsundum gesta. Anupriya Patel, aðstoðarviðskipta- og iðnaðarráðherra opnaði sýninguna og ræddi m. a. metnað stjórnvalda í fiskveiðum og ræktun og útflutningi. Guðni Bragason sendiherra sótti kaupstefnuna og Rahul Chongtham viðskiptafulltrúi sóttu ráðstefnuna í fylgd Sharad Varma aðalræðismanns Íslands í Kalkútta.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum