Hoppa yfir valmynd
13. maí 2025 Utanríkisráðuneytið

Efling norræns varnarsamstarfs

Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Antti Häkkänen, varnarmálaráðherra Finnlands, Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, og Tore Onshuus Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs, undirrita uppfært samkomulag um norrænt varnarsamstarf. - mynd

Varnarmálaráðherrar Norðurlandanna undirrituðu á fundi sínum í Rovaniemi í Finnlandi 6.-7. maí sl. uppfært stofnsamkomulag norræna varnarsamstarfsins (NORDEFCO). 

Uppfærslan endurspeglar breytt umfang norræns varnarsamstarfs og breyttar áherslur, þ.e. að allt norrænt varnarsamstarf styrki fælingarmátt og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins, og efli getu Norðurlandanna til að vinna saman að vörnum á öllum sviðum.

Þá var norrænt varnarsamstarf það sem af er ári, varnartengdur stuðningur við Úkraínu og málefni Atlantshafsbandalagsins til umræðu á fundinum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta