Efling norræns varnarsamstarfs
Varnarmálaráðherrar Norðurlandanna undirrituðu á fundi sínum í Rovaniemi í Finnlandi 6.-7. maí sl. uppfært stofnsamkomulag norræna varnarsamstarfsins (NORDEFCO).
Uppfærslan endurspeglar breytt umfang norræns varnarsamstarfs og breyttar áherslur, þ.e. að allt norrænt varnarsamstarf styrki fælingarmátt og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins, og efli getu Norðurlandanna til að vinna saman að vörnum á öllum sviðum.
Þá var norrænt varnarsamstarf það sem af er ári, varnartengdur stuðningur við Úkraínu og málefni Atlantshafsbandalagsins til umræðu á fundinum.