Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. mars 1998 Innviðaráðuneytið

Norrænt samstarf um upplýsingatækni

Ráðherrar Norðurlanda á sviði upplýsingatækni tóku á samráðsfundi í Haga-höllinni í Stokkhólmi í dag, 20. mars, ákvörðun um að stofnað skuli til formlegs norræns samstarfs um upplýsingatækni. Myndað verði norrænt tengslanet milli þeirra ráðuneyta, sem bera ábyrgð á samræmingu á svið i upplýsingamiðlunar.

Eins og norrænt samstarf á öðrum sviðum mun samstarfið um upplýsingatækni grundvallast á samstarfi á Norðurlöndum, innan Evrópu og á grannsvæðum Norðurlanda. Megin markmið samstarfsins eru.

  • efla lýðræði,
  • tryggja öllum aðgengi að upplýsingasamfélaginu,
  • efla norræn tungumál og norræna menningu,
  • ryðja brautina fyrir rafræn viðskipti,
  • örva uppbyggingu tengsla meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Nú þegar er fyrir hendi þróað norrænt samstarf um upplýsingatækni á afmörkuðum sviðum. Ráðherrarnir leggja engu að síður áherslu á þörfina fyrir að efla samstarfið á þessu sviði, enda séu fyrir hendi möguleikar á að vinna hnitmiðað að málum sem ná til fleiri fagsviða.

Í Reykjavík, 20. mars 1998

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum