Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. febrúar 2001 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skýrsla starfshóps um biðlista eftir þjónustu svæðisskrifstofa málefna fatlaðra

Úr niðurstöðum starfshópsins:
Alls búa 877 menn á sambýlum, vistheimilum og í sjálfstæðri búsetu með frekari liðveislu og hefur þeim fjölgað um 42 frá því í lok ársins 1997. Íbúum sambýla hefur fjölgað um 55, þeim sem njóta frekari liðveislu um 16 en íbúum vistheimila hefur fækkað um 29.

Um 1050-1100 manns frá 16 ára aldri þarf á stuðningi til búsetu að halda. Þessi fjöldi svarar til þess að vera 0,6% landsmanna á aldrinum 16-67 ára.

Á biðlistum eftir búsetu eru 209 manns. Í Reykjavík 118, á Reykjanesi 57 og 34 á landsbyggðinni.

Biðlistinn skiptist þannig að rúmlega 60% eða 134 einstaklingar þurfa þjónustu á sambýlum en tæplega 40% eða 75 manns frekari liðveislu. Þessi hlutföll eru sambærileg þeim hlutföllum sem nú eru milli sambýla og frekari liðveislu.

Meðalaldur þeirra sem er á biðlistunum er um 8-10 árum lægri en þeirra sem eru í búsetu. Þörf þeirra fyrir þjónustu er einnig að jafnaði minni.

Biðlisti eftir sambýlum skiptist þannig að 83 eru á biðlista í Reykjavík, 34 á Reykjanesi og 17 á landsbyggðinni og dreifist sá fjöldi á fjögur svæði.

Um 90% þeirra, sem þurfa búsetu á sambýlum á landsbyggðinni, búa nú þegar á sambýlum.

Um 67% þeirra, sem þurfa búsetu á sambýlum í Reykjavík og á Reykjanesi, búa nú þegar á sambýlum. Til þess að ná sama þjónustustigi og er á landsbyggðinni þarf að fjölga sambýlaplássum um 58 í Reykjavík og um 24 á Reykjanesi.

Áætlað er að á næstu fimm árum bætist í hóp þeirra sem þurfa stuðning til búsetu um 60-70 manns eða 12-14 manns á ári. Af þeim hópi er gert ráð fyrir að um 60% þurfi þjónustu á sambýlum og 40% frekari liðveislu.

Fötluð börn með umönnunarmat voru 733 í desember 1999. Að jafnaði eru þetta 46 börn í árgangi. Í umönnunarflokkum 1 og 2 sem fela í sér mestu fatlanirnar eru 337 börn og gera má ráð fyrir að þau þurfi umtalsverðan stuðning til búsetu á fullorðinsárum. Hlutfallslega eru börnin flest í Reykjavík.


Skjal fyrir Acrobat ReaderSkýrsla starfshóps um biðlista eftir þjónustu svæðisskrifstofa málefna fatlaðra



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum