Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. maí 2001 Innviðaráðuneytið

Samstarfssamningur um landbúnaðarvef

Samstarfssamningur um landbúnaðarvef



Frétt frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
Undirritaður var samstarfssamningur þann 9. maí 2001 um sameiginlegan landbúnaðarvef. Markmiðið með þessu samstarfi er að auðvelda gestum aðgengi að hverskonar upplýsingum er varðar íslenskan landbúnað á einum stað á netinu.

Sitjandi frá vinstri: Stefán Vilhjálmsson, Yfirkjötmat ríkisins; Sigurgeir Þorgeirsson, BÍ; Sigurbjörg Björnsdóttir, Lífeyrissjóður bænda; Magnús B. Jónsson, LBHi og Þorsteinn Tómasson, RALA. Standandi eru stjórnarfulltrúar nýja vefsins. Frá vinstri: Steinunn Ingólfsdóttir, LBH; Heiða Björk Sturludóttir, BÍ og Guðjón Helgi Þorvaldsson, RALA.
myndina vantar Ólaf Guðmundsson forstöðumann Aðfangaeftirlitsins.


Hugmyndin með þessu framtaki er að sem flestar landbúnaðarstofnanir verði með í samstarfinu í framtíðinni. Þær stofnanir sem hefja þessa samvinnu og undirrituðu samninginn eru: Aðfangaeftirlitið, Bændasamtök Íslands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Lífeyrissjóður bænda, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Yfirkjötmat ríkisins. Á hinum nýja landbúnaðarvef verður hægt að nálgast hverskonar upplýsingar um íslenskan landbúnað á einum stað en eru í dag vistaðar á heimasíðum áðurnefndra stofnana. Með tilkomu landbúnaðarvefjarins verður aukin og betri þjónusta við gesti og er að auki mikil vinnuhagræðing með slíkri samvinnu . Leitað var til nokkurra aðila um hönnun og uppsetningu síðunnar og varð að samkomulagi meðal samstarfsaðila að ganga til samninga við Hópvinnukerfi ehf./SSI.


Frétt frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum