Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. maí 2001 Innviðaráðuneytið

Kaup á nýju upplýsingakerfi fyrir bókasöfn

Kaup á nýju upplýsingakerfi fyrir bókasöfn
Aleph 500 leysir Gegnir af hólmi

Skjámynd úr Gegni:


Dæmi um skjámynd úr Aleph 500


Úr dreifibréfi menntamálaráðuneytis til sveitarfélaga í maí 2001:

Menntamálaráðherra undirritaði þann 3. maí sl. samning um kaup á nýju upplýsingakerfi fyrir bókasöfn. Hið nýja upplýsingakerfi, Aleph 500, mun leysa af hólmi Gegni, sem þjónað hefur Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni og sérfræðisöfnum, og Feng sem er kerfi almenningsbókasafna. Með hinu nýja kerfi er stefnt að sameiningu á upplýsingaþjónustu fyrir öll bókasöfn hérlendis í eitt landskerfi, sem mun í framtíðinni bjóða upp á þann möguleika að fá upplýsingar um bókakost almenningsbókasafna, skólabókasafna, sérfræðibókasafna og Landsbókasafns-Háskólabókasafns. Einnig mun hið nýja kerfi veita aðgang að bókasöfnum, gagnagrunnum og öðrum upplýsingaveitum víða um heim og miðla efni á rafrænu formi, s.s. tímaritum.

Nýja upplýsingakerfið mun jafna aðgengi almennings að bókakosti og upplýsingum og bæta aðstöðu til náms, óháð búsetu. Hagkvæmni í rekstri bókasafna mun aukast þar sem rekstur upplýsingakerfisins og þjónusta verður miðlæg. Í fylgiskjali 1 má sjá frekari upplýsingar um þann ávinning sem hið nýja kerfi hefur í för með sér. Uppbygging landskerfis allra bókasafna er stórt skref í þróun upplýsingasamfélagsins en hvergi í heiminum eru öll bókasöfn í einu landi tengd í sameiginlegu kerfi með þessum hætti.

Fylgiskjal 1.
Af hverju landskerfi bókasafna?

Landskerfi bókasafna er þjóðhagslega hagkvæmt því þá samnýtist bókakostur, mannafli, sérfræðiþekking, o.s.frv. innan sveitarfélaga og á landsvísu. Landið sem heild tengist bókasöfnum, gagnagrunnum og öðrum upplýsingaveitum hvar sem er á jarðarkringlunni og opnar nýjar víddir fyrir íbúana óháð búsetu. Hér koma nokkrir punktar sem ættu að svara spurningunni, af hverju landskerfi bókasafna.

Jöfnuður og aðgengi:

· Jafna aðgengi allra landsmanna að upplýsingum
· Stórt skref til jöfnunar búsetu í landinu
· Jafnrétti til náms
· Samvinna og samnýting þekkingar og vinnu
· Fagþekking nýtist betur vegna skráningar, efnisorðagjafar o.s.frv.
· Sérfræðingar nýtast á landsvísu

Vinnusparnaður:
· Skráning. Hver "bók" er aðeins skráð einu sinni í stað allt að 200 sinnum
· Skráningin verður ítarlegri. Þar með opnast mun fleiri leiðir til leitar
· Sérfræðiþekking samnýtist innan sveitafélagsins jafnt og á landsvísu
· Tækniþekking innan hvers sveitarfélags samnýtist
· Rekstur og þjónusta við fleiri en eitt kerfi leggst niður
· Aðkeypt þjónusta og/eða þjónusta tæknimanna sveitarfélaga sparast við umsjón ólíkra kerfa
· Sérfræðiþekking verður markvissari og dregið úr því að margir með ónóga kunnáttu séu að vinna verk.

Samskrá:
· Safnkostur landsins verður sýnilegt öllum og þar með eykst samnýting á safnkosti landsmanna og millisafnalán verða einfaldari
· Safnkostur landsins verður sýnilegri erlendis frá
· Með slíku kerfi munu öll bókasöfn geta betur uppfyllt þær kröfur sem gerað eru til safnanna með lögum, reglugerðum, o.s.frv.
· Samræmd þjónusta bókasafna
· Auðveldar sveitastjórnum að uppfylla þær kröfur sem íbúar viðkomandi sveitafélaga gera til nútíma samfélags
· Með landskerfi bókasafna margfaldast hvert einstakt bókasafn; "hreppsbókasafn breytist í landsbókasafn!"
· Aðgangur opnast að rafrænum gögnum s.s. tímaritum, gagnabönkum, bókum, vefsíðum
· Hægt er að setja í grunninn efni á hvaða formi sem er s.s. muni, skjöl, myndir, tónlistarefni, bækur, myndbönd, geisladiska

Þjónusta:
· Samræmi í þjónustu
· Auðveldar söfnum samstarf varðandi útlán
· Auðveldar aðgengi íbúa að öllum söfnum svæðisins
· Upplýsingaþjónusta verður áreiðanlegri
· Bókasöfnunum tekst betur að uppfylla nútíma kröfur um þjónustu
· Allri læra á sama kerfið, sem nýtist á öllum söfnum á öllum aldursstigum
· Bókasöfn innan sama svæðis tengjast með samnýtingu safnkosts
· Hagkvæmni í innkaupum eykst (dregið er úr tvíkaupum) og þar með er hægt að auka fjölbeytni safnkosts
· Notandinn er alltaf í sama skipanaumhverfi hvar sem hann er staddur (í raunheimi) og hvert sem hann hann leitar (í Netheimi)
· Frá sama upphafsstað er hægt að finna upplýsingar eða gögn, alveg sama hvert formið er og hvar það er niðurkomið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum