Hoppa yfir valmynd

Frétt

31. maí 2001 Innviðaráðuneytið

Námskrá fyrir upplýsinga- og fjölmiðlagreinar

Menntamálaráðuneyti hefur gefið út námskrá 31.5. 2001 fyrir upplýsinga- og fjölmiðlagreinar sem er hluti í aðalnámskrá framhaldsskóla. Námskráin er fáanleg á pdf formi á vef menntamálaráðuneytis.
Í þessari námskrá greinir frá markmiðum, inntaki og skipulagi náms í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum, nánar tiltekið sameiginlegu grunnnámi og sérnámi á 8 sérsviðum, þ.e. bókasafnstækni, bókbandsiðn, fjölmiðlatækni, grafískri miðlun (þ.m.t. prentsmíð), ljósmyndun, nettækni, prentun og veftækni. Námskráin leysir af hólmi eldri námskrár í bókbandi, prentsmíð og prentun með venjulegum fyrirvörum um rétt nemenda til að ljúka námi samkvæmt þeirri námskrá er í gildi var við upphaf náms.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum