Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. ágúst 2001 Innviðaráðuneytið

Iðnaðarráðuneyti - Drög að frumvarpi til laga um rafræn viðskipti

Drög að frumvarpi til laga um rafræn viðskipti


Frétt frá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti 20. ágúst 2001.

Drög að frumvarpi til laga um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu eru í vinnslu hjá nefnd sem viðskiptaráðherra skipaði til að vinna að undirbúningi innleiðingu tilskipunar nr. 2000/31/EB frá 8. júní 2000 um tiltekna lagalega þætti þjónustu, einkum rafrænna viðskipta, í tengslum við upplýsingasamfélagið á innri markaðnum ("tilskipun um rafræn viðskipti"). Nefndin er skipuð fulltrúum dóms- og kirkjumálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis, samgönguráðuneytis,menntamálaráðuneytis og viðskiptaráðuneytis.

Vakin er athygli á því að ofangreind nefnd hefur ekki skilað af sér og frumvarpið því ekki fullmótað. Drögin hafa hins vegar verið send til umsagnar til þess að færi gefist á að koma að athugasemdum áður en lokahönd verði lögð á þau.

Í ljósi þess að tilskipunin skal vera innleidd í íslenskan rétt fyrir 17. janúar 2002 er fyrirhugað að leggja fram frumvarp þess efnis á næstkomandi haustþingi. Því er þess óskað að umsagnir og athugasemdir berist ráðuneytinu sem fyrst og eigi síðar en 14. september næstkomandi. Umsagnir má senda til: [email protected]


Drög að frumvarpi til laga um rafræn viðskipti


http://idnadarraduneyti.is/raduneyti/helstu-verkefni/nr/1088


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum