Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. október 2002 Heilbrigðisráðuneytið

Fréttir - Evrópuvika gegn krabbameini, 7.-13. október 2002



Evrópusamtök krabbameinsfélaga hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í tilefni Evrópuviku gegn krabbameini:

,,Við styðjum réttindi krabbameinssjúklinga;
  • vegna þess að krabbamein er meðal algengustu orsaka sjúkdóma og dauða í Evrópu
  • vegna þess að krabbamein er sjúkdómur sem snertir konur og karla á öllum aldri, baráttan við það er langvinn og hefur í för með sér mikla röskun á lífi þeirra fjölskyldna sem í hlut eiga
  • vegna þess að krabbameini fylgir ótti og hann hindrar samskipti og miðlun upplýsinga
  • vegna þess að afleiðingar krabbameins, fjárhagslegar jafnt sem félagslegar, geta reynst fólki þungbærar
  • vegna þess að með nýjustu framförum á sviði greiningar og meðferðar kunna að opnast möguleikar til að koma í veg fyrir sum krabbamein eða greina þau á frumstigi, til að stuðla að því að sjúklingar með krabbamein lifi mun lengur og til að nýta erfðafræðilega þekkingu í lækningaskyni vegna þess að það er vilji sjúklinga að fá að taka virkan þátt í samstarfinu.

Við styðjum réttindi sjúklinga;

  • til þess að gripið verði til árangursríkra aðgerða með hraði
  • til þess að bæta úr brýnni þörf
  • til þess að flýta fyrir árangri í þágu allra þjóða Evrópu."



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum