Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. október 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Þjónustusamningur um verndaða vinnu og starfsþjálfun fatlaðra

Félagsmálaráðuneytið, Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra í Reykjavík og Öryrkjabandalag Íslands gengu í dag frá þjónustusamningi um verndaða vinnu og starfsþjálfun fatlaðra.

Markmið samningsins er annars vegar að veita fötluðum tímabundin störf sem miða að því að auka möguleika þeirra til að starfa á almennum vinnumarkaði og hins vegar að veita fötluðum föst störf. Með þessu móti er stuðlað að aukinni þátttöku fatlaðra í samfélaginu og auknu fjárhagslegu og félagslegu sjálfstæði þeirra.

Samkvæmt samningnum mun Öryrkjabandalag Íslands taka að sér að veita fötluðum einstaklingum verndaða vinnu sem svarar til 18 heilsdags starfa. Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra í Reykjavík annast framkvæmd samningsins og samskipti við Öryrkjabandalagið fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins.

Félagsmálaráðuneytið lýsir yfir ánægju sinni með þennan áfanga í frekari þróun á sviði verndaðrar vinnu og starfsþjálfun á höfuðborgarsvæðinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum