Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. desember 2002 Heilbrigðisráðuneytið

Úboðslýsing vegna heilsugæslustöðvar í Salahverfi

16.12.2002


Útboð nýrrar heilsugæslustöðvar í Salahverfi í Kópavogi
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að bjóða út rekstur nýrrar heilsugæslustöðvar í Salahverfi í Kópavogi. Var útboðið auglýst um helgina, en samkvæmt því er gert er ráð fyrir að stöðin verði tekin í notkun síðla árs 2003. Ýmsar nýjungar eru í útboðinu. Það er helst að þeir sem taka að sér rekstur heilsugæslustöðvarinnar geta hagað stjórnun og rekstri svo sem þeir telja heppilegast á grundvelli þeirra laga sem um starfsemina gilda. Fyrirhugað er að halda sérstakan kynningarfund með þeim sem hyggjast bjóða í reksturinn í byrjun janúar, en skilafrestur tilboða er til 30. janúar á nýju ári. Hér er að finna sýnishorn af útboðslýsingu (pdf-skjal) en menn þurfa að kaupa og skrá sig fyrir útboðslýsingu hjá Ríkiskaupum sem sjá um útboðið fyrir heilbrigðis- og tryggingmálaráðuneytið. Er áhugasömum bent á að snúa sér þangað til að nálgast gögnin.






Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum