Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. janúar 2003 Heilbrigðisráðuneytið

Fréttapistill vikunnar 11. - 17. janúar 2003

Fréttapistill vikunnar
11. - 17. janúar 2003



Dýr lyf - LSH vill að verðmyndun lyfja verði skoðuð

Stjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss telur nauðsynlegt að verðmyndun lyfja verði tekin til rækilegrar skoðunar og hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að þau endurskoði reglur um skráningu lyfja. Á stjórnarfundi sjúkrahússins nýlega voru kynntar upplýsingar um verð á lyfjum hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum og var sá samanburður afar óhagstæður Íslandi. Til dæmis greiða sjúkrahús í Svíþjóð rúmar 75.000 krónur fyrir dagskammt af Ceprotin en Landspítali - háskólasjúkrahús hátt í 96.000 krónur. Fyrir skammt af Novo Seven greiða Svíar um 256.000 krónur en Landspítalinn rúmar 406.000 krónur. Haft er eftir Jóhannesi M. Gunnarssyni, lækningaforstjóra LSH í Morgunblaðinu í vikunni að samanburður sýni jafnan umtalsvert hærra lyfjaverð hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Hann segir verðmyndun lyfja flókið mál en ekki verði horft framhjá því að fákeppni ríki á lyfjamarkaði enda hafi fyrirtæki sem fást við innflutning og dreifingu lyfja sameinast, bæði hérlendis og erlendis.

Samningar um ferliverk framlengdir
Formaður stjórnarnefndar Landspítala - háskólasjúkrahúss, ásamt forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga hafa ákveðið að framlengja gildi samninga sérfræðilækna sem haft hafa samning um ferliverkagreiðslur á spítalanum til loka febrúarmánaðar 2003. Er þetta gert til þess að tími vinnist til að skipa málum svo ekki komi til truflunar á þjónustu við sjúklinga.
NÁNAR...

Nýr upplýsingavefur Blóðbankans
Opnaður hefur verið endurbættur upplýsingavefur Blóðbankans á Netinu. Vefurinn er hluti af upplýsingavef Landspítala - háskólasjúkrahúss. Helstu nýjungar á vefnum eru síður um notkun og þörf á blóði frá degi til dags og hvar Blóðbankabíllinn er staddur hverju sinni. Hægt verður að fylgjast með ferðum bílsins í fyrirtæki og nærliggjandi sveitarfélög. Hægt er að fylgjast með notkun blóðhluta frá degi til dags og hve mikið vantar af blóðhlutum eftir blóðflokkum. Á heimasíðu LSH eru birtar myndir sem teknar voru þegar vefurinn var opnaður.
BLODBANKINN.IS

Dýr lyf - LSH vill að verðmyndun lyfja verði skoðuð
Stjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss telur nauðsynlegt að verðmyndun lyfja verði tekin til rækilegrar skoðunar og hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að þau endurskoði reglur um skráningu lyfja. Á stjórnarfundi sjúkrahússins nýlega voru kynntar upplýsingar um verð á lyfjum hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum og var sá samanburður afar óhagstæður Íslandi. Til dæmis greiða sjúkrahús í Svíþjóð rúmar 75.000 krónur fyrir dagskammt af Ceprotin en Landspítali - háskólasjúkrahús hátt í 96.000 krónur. Fyrir skammt af Novo Seven greiða Svíar um 256.000 krónur en Landspítalinn rúmar 406.000 krónur. Haft er eftir Jóhannesi M. Gunnarssyni, lækningaforstjóra LSH í Morgunblaðinu í vikunni að samanburður sýni jafnan umtalsvert hærra lyfjaverð hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Hann segir verðmyndun lyfja flókið mál en ekki verði horft framhjá því að fákeppni ríki á lyfjamarkaði enda hafi fyrirtæki sem fást við innflutning og dreifingu lyfja sameinast, bæði hérlendis og erlendis.

36 sóttu um styrki til gæðaverkefna
Þrjátíu og sex umsóknir bárust heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu um styrki til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu fyrir árið 2003, en umsóknarfrestur rann út um áramótin. Til ráðstöfunar eru 2,5 milljónir króna en heildarupphæð sem sótt er um eru tæpar 15,5 milljónir krónar. Kostnaðaráætun fyrir verkefnin nemur rúmum 49 milljónum króna. Verkefnin eru fjölbreytt og taka til allra þátta gæðastarfs eða allt frá fræðslu til faggildingar. Gert er ráð fyrir að ákvarðanir um styrkveitingar liggi fyrir í byrjun mars.
NÁNAR...


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
17. janúar 2003

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum