Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. mars 2003 Innviðaráðuneytið

Þróunarverkefninu um íslenska upplýsingasamfélagið lauk 28. febrúar 2003 nýtt skipulag tekur við

Þróunarverkefninu um íslenska upplýsingasamfélagið lauk 28. febrúar 2003 - nýtt skipulag tekur við.

Séð frá sjónarhóli stjórnsýslunnar má segja að fyrsta kafla í sögu íslenska upplýsingasamfélagsins sé lokið og nýr kafli sé að hefjast.

Þróunarverkefninu um íslenska upplýsingasamfélagið, sem sett var af stað árið 1997, var formlega lokið 28. febrúar 2003. Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið sem skipuð var fulltrúum 5 ráðuneyta var lögð niður frá sama tíma.

Samráðsnefnd ráðuneyta í málefnum upplýsingasamfélagsins tók til starfa 1. mars 2003 en þar eiga sæti fulltrúar allra ráðuneyta. Samráðshópur ráðuneyta í málefnum upplýsingasamfélagsins er nú starfandi og hefur tekið við hluta af þeim verkefnum sem verkefnisstjórnin hafði áður með höndum. Hlutverk samráðsnefndarinnar er m.a. að samræma innleiðingu og notkun upplýsingatækninnar í ráðuneytunum þar með talin verkefni sem tengjast málaskrá og öryggi rafrænna upplýsinga.

Innan forsætisráðuneytis verður áfram unnið að samræmingu á störfum ráðuneytanna að málefnum upplýsingasamfélagsins og upplýsingatæknimálum. Helstu verkefni ráðuneytisins á þessu sviði eru eftirfarandi:

  • stefnumótun og tillögugerð til ríkisstjórnarinnar varðandi málefni upplýsingasamfélagsins
  • forgangsröðun stærri verkefna og fjármuna í tengslum við fjárlagagerð ríkisins
  • þróun rafrænnar stjórnsýslu, samhæfing og innleiðing nýjunga
  • þróun málaskrár og rafrænna verkfæra stjórnarráðsins
  • umsjón með málefnum stjórnarráðsvefsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum