Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. apríl 2003 Heilbrigðisráðuneytið

Staða forstjóra Lýðheilsustöðvar laus til umsóknar

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 1. 04.2003

Laus er til umsóknar staða forstjóra Lýðheilsustöðvar.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur auglýst lausa til umsóknar stöðu forstjóra Lýðheilsustöðvar. Nú lög um Lýðheilsustöð voru samþykkt á Alþingi 15. mars 2003 og taka gildi 1. júlí næstkomandi. Markmið Lýðheilsustöðvar er að efla lýðheilsu m.a. með því að stuðla að og samræma lýðheilsustarf og styðja starfsemi stofnana og frjálsra félagasamtaka til að efla lýðheilsu. Henni er einnig ætlað að annast fræðslu til almennings um heilbrigði og heilsueflingu í samvinnu við landlækni. Lýðheilsustöð skal m.a. vinna að forvörnum á sviði áfengis- og vímuvarna, manneldis, slysavarna og tóbaksvarna og annast önnur forvarna- og heilsueflingarverkefni á vegum ríkisins.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum