Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. maí 2003 Heilbrigðisráðuneytið

Aldarfjórðungur fra Alma-Alta yfirlýsingunni

26. maí 2003



Aldarfjórðungur fra Alma-Alta yfirlýsingunni
Haldið verður upp á að aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin setti heilsugæslu í heiminum í öndvegi með sögufrægri stefnumörkun sem kennd er við Alma-Alta. Verður tímamótanna minnst með mikilli alþjóðlegri ráðstefnu á vegum samtakanna. Þar er fyrirhugað að meta ávinninginn af því sem ákveðið var á sviði heilsugæslunnar árið 1978 í Alma-Alta, áherslur samtakanna í málefnum heilsugæslu endurmetnar og stefna í málaflokknum endurskoðuð í framhaldinu. Þetta var ákveðið á 56. alþjóðaheilbrigðismálaþinginu sem nú stendur yfir í Genf.





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum