Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. júní 2003 Innviðaráðuneytið

Fundur um siglingavernd

Í gær 26. júní var haldinn kynningar- og samráðsfundur um siglingavernd.

Fundurinn var ætlaður þeim sem koma á einn eða annan hátt að siglingavernd og var tilefnið að kynna þær skuldbindingar sem felast í nýjum alþjóðlegum ákvæðum um siglingavernd.

Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytisins setti fundinn og sagði að nýjar samþykktir Alþjóðasiglingastofnunarinnar um siglingavernd í kjölfar hryðjuverkanna 11. september yrðu felldar inn í alþjóðasamþykkt um öryggi mannslífa á hafinu. Þær fælu í sér nýjar umfangsmiklar reglur sem miða við að auka öryggi skipa og hafna. Thomas Möller ávarpaði fundargesti, en hann er formaður stýrihóps sem nýlega var skipaður um siglingavernd. Ólafur J. Briem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kaupskipaútgerða var með kynningu á ákvæðum samþykktarinnar og reglum um siglingavernd. Svavar Ottósson verkefnisstjóri hjá Eimskip ehf. fjallaði um áhrif siglingaverndar frá sjónarhóli kaupskipaútgerða og að lokum var Már Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri Hafnarfjarðarhafnar með erindi um siglingavernd séða með augum hafnarfulltrúa. Fundurinn var vel sóttur og fundargestir voru með fyrirspurnir til framsögumanna.

Á forsíðu heimasíðu samgönguráðuneytisins er að finna hnappinn Siglingavernd / ISPS - kóði en þar hafa verið settar inn upplýsingar sem tengjast ISPS - kóðanum. Hluti af glærunum frá fundinum í gær eru komnar þar inn og von er á fleirum. Á næstu vikum og mánuðum koma til með að bætast við ýmsar upplýsingar varðandi þetta efni.





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum