Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. ágúst 2003 Heilbrigðisráðuneytið

Norrænu lýðheilsuverðlaunin 2003

20. ágúst 2003

Norrænu lýðheilsuverðlaunin 2003
Svínn Göran Dahlgren frá Stokkhólmi hlaut Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2003. Morgan Johansson heilbrigðisráðherra Svíþjóðar afhenti Göran Dahlgren verðlaunin í Karlskrona s.l. þriðjudag en norrænir ráðherrar velferðarmála funduðu þar í vikunni. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1989 einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í starfi að lýðheilsumálum á Norðurlöndunum. Verðlaunaféð nemur 50.000 sænskra króna og að þeim standa Norræna ráðherranefndin og Norræni lýðheilsuskólinn.

Göran Dahlgren sem hlýtur verðlaunin í ár hefur meðal annars verið fulltrúi á landsþingi, SIDA, sem stendur fyrir "Socialstyrelsen og Statens folkhälsoinstitut". Hann hefur einnig verið ráðgjafi heilbrigðisráðherra Kenya og Víetnam.

Í ummælum um verðlaunin segir að Göran Dahlgren fái verðlaunin fyrir brautryðjandastarf á sviði jafnréttismála, aðferðafræði, stefnumótunar og
skoðanamyndunar í nútíma lýðheilsustarfi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum