Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. september 2003 Heilbrigðisráðuneytið

Lyfjastofnun svarar Persónuvernd

1. september 2003


Lyfjastofnun svarar Persónuvernd
Lyfjastofnun hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðna á opinberum vettvangi um lögmæti vinnslu persónuupplýsinga af hálfu stofnunarinnar og vegna þátta sem snerta öryggi vinnslunnar. Lyfjastofnun bendir á í yfirlýsingu sinni að gagnagrunnar sem m.a. er vísað til í ákvörðun Persónuverndar, leggist af vegna lagabreytingar sem gerðar voru á lyfjalögum í vor.

Í fréttatilkynningu Lyfjastofnunar segir meðal annars um ákvörðun Persónuverndar frá 27. ágúst 2003 um vinnslu persónuupplýsinga hjá Lyfjastofnun:

,,Ákvörðun Persónuverndar er í fullu samræmi við þau markmið sem að er stefnt í lyfjalögum nr. 93/1994, eins og þeim var breytt á Alþingi síðastliðið vor. Í ákvörðunarorðum Persónuverndar kemur fram að öll vinnsla persónuupplýsinga um neyslu lyfja, þ.e.a.s. annarra en þeirra sem eru eftirritunarskyld (mikilvirk ávana- og fíknilyf sem sérstök hætta er á að séu misnotuð) er óheimil. Eina vinnsla Lyfjastofnunar með persónuupplýsingar er hins vegar vegna eftirlits með eftirritunarskyldum lyfjum. Slíka vinnslu telur Persónuvernd lögmæta og telur Persónuvernd Lyfjastofnun hafa heimild til öflunar persónuupplýsinga varðandi eftirritunarskyld lyf. Svo viðhlítandi öryggi við slíka vinnslu verði tryggt þarf Lyfjastofnun að viðhafa þær öryggisráðstafanir sem nánar eru tilgreindar í ákvörðun Persónuverndar fyrir 1. febrúar 2004.

Engin önnur vinnsla persónuupplýsinga í sérstakan gagnagrunn um almenna lyfjaneyslu fer fram hjá Lyfjastofnun eins og ráða mætti af ákvörðunarorðum Persónuverndar og fréttaflutningi síðustu daga. Afmarkast vinnslan því alfarið við mikilvirk ávana- og fíkniefni sem sérstök hætta er á að séu misnotuð (eftirritunarskyld lyf) og eftirlits með afhending og afgreiðslu þeirra úr lyfjabúð og gerð lyfseðla."
FRÉTTATILKYNNINGIN...




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum