Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. september 2003 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Dagpeningar starfsmanna á ferðalögum innanlands nr. 5/2003

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem hér segir:

1. Gisting og fæði í einn sólarhring
kr.
13.100
2. Gisting í einn sólarhring
''
7.700
3. Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag
''
5.400
4. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag
''
2.700
Dagpeningar þessir gilda frá og með 1. október 2003. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 2/2003 dags. 3. júní 2003.

Nefndin fer þess á leit við viðkomandi ráðuneyti að þau kynni efni þessarar auglýsingar þeim stofnunum og fyrirtækjum sem undir þau heyra.

Ennfremur er vakin athygli á því að auglýsing ferðakostnaðarnefndar um dagpeninga er á vefsíðu fjármálaráðuneytisins og er veffangið eftirfarandi: http://fjarmalaraduneyti.is/ferdakostn.html

Reykjavík, 30. september 2003.

Ferðakostnaðarnefnd


Athugið að leyfilegur frádráttur á móti dagpeningum, samkvæmt skattmati ríkisskattstjóra, þarf ekki að vera sama fjárhæð og Ferðakostnaðarnefnd ákvarðar að greiða skuli starfsmönnum ríkisins vegna ferða á vegum launagreiðanda. Sé leyfilegur frádráttur lægri ber að skila staðgreiðslu af mismuninum.
Sjá upplýsingar um dagpeninga hjá ríkisskattstjóra og upplýsingar um dagpeninga - skattmat hjá ríkisskattstjóra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum