Hoppa yfir valmynd

Frétt

6. október 2003 Heilbrigðisráðuneytið

Áfangaskýrsla nefndar um stöðu óhefðbundinna lækninga

Áfangaskýrsla um stöðu óhefðbundinna lækninga lögð fram á Alþingi
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra lagði í dag fram á Alþingi áfangaskýrslu nefndar um stöðu óhefðbundinna lækninga. Nefndin var sett á fót í samræmi við þingsályktun um málið sem samþykkt var á síðasta löggjafarþingi. Í áfangaskýrslunni er fjallað stuttlega um helstu spurningar sem nefndinni er ætlað að svara samkvæmt þingsályktuninni og gerð grein fyrir því hvernig vinnu nefndarinnar hefur verið háttað. Horfið er frá því í skýrslunni að nota heitið óhefðbundnar lækningar og þess í stað talað um óhefðbundna meðferð. Í skýrslunni kemur m.a. fram að nefndin telji æskilegt að komið verði á fót einhvers konar skipulagi sem nái yfir flesta eða alla þá sem stunda óhefðbundna meðferð. ,,Nauðsynlegt sé að skapa öllum greinum óhefðbundinnar meðferðar ákveðinn starfsramma sem geri kleift að setja lágmarkskröfur um menntun, fagleg vinnubrögð og ábyrgð í starfi. Þetta ætti að koma jafnt notendum og þeim sem stunda óhefðbundin meðferðarform í góða þágu."
SKÝRSLAN...





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum