Hoppa yfir valmynd

Frétt

31. október 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sjálfsbjargarkrakkar í heimsókn

Sjálfsbjargarkrakkar í heimsókn
Sjálfsbjargarkrakkar í heimsókn

Í sumar heimsótti Árni Magnússon félagsmálaráðherra Sjálfsbjörgu og kynnti sér starfsemi landssambandsins. Í þessari heimsókn hitti hann nokkra af þeim ellefu ungmennum sem störfuðu á skrifstofu sambandsins síðastliðið sumar. Sumarstarf hópsins sem kallar sig Ný-ung, fólst í útgáfu blaðs sem nú hefur litið dagsins ljós og ber heitið Lifur.

Félagsmálaráðherra leist vel á framtak hópsins og bauð öllum hópnum í hádegismat í ráðuneytið af því tilefni. Í heimsókn sinni í félagsmálaráðuneytið afhenti hópurinn ráðherra eintak af Lifur og þáðu pizzur og kók.

Við þetta tækifæri tilkynnti Árni Magnússon Ný-ung hópnum að hann hygðist styrkja frekara starf hópsins með styrk að upphæð 600 þúsund krónur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum