Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. desember 2003 Innviðaráðuneytið

Sparnaður í samgönguráðuneytinu

Í nýju frumvarpi um Siglingastofnun Íslands er ákvæði um hvernig skuli standa að birtingu alþjóðasamninga á sviði siglinga og viðauka vegna þeirra.

Á myndinni eru u.þ.b. 6.400 síður af textaÞað er sérstaklega ánægjulegt þegar heilbrigð skynsemi skilar góðum sparnaði í ráðuneytinu. Í nýju frumvarpi um Siglingastofnun Íslands er ákvæði um hvernig skuli standa að birtingu alþjóðasamninga á sviði siglinga og viðauka vegna þeirra. Reglum þessum fylgja svokallaðir kóðar til uppfyllingar. Hér er um að ræða sérfræðitexta sem einungis varða mjög fáa einstaklinga á landinu öllu en umfang kóða þessara er hins vegar a.m.k. 6.400 blaðsíður.

Nýmælin felast einkum í að lagt er til að stofnunin birti þessa texta á heimasíðu sinni á ensku og uppfæri þá jafnóðum og þeir breytast. Hingað til hefur allt efni sem þetta verið þýtt yfir á íslensku. Reglur sem fela í sér réttindi og skyldur sjófarenda verða að sjálfsögðu áfram þýddar yfir á íslensku.

Lauslega áætlaður sparnaður í ráðuneytinu vegna þessa er 40-50 milljónir króna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum