Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. febrúar 2004 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

FARICE - 1 formlega tekinn í notkun

Í dag kl. 15.00 opnaði samgönguráðherra FARICE-1 sæstrenginn formlega.

Opnun sæstrengsins sem liggur á milli Íslands og Skotlands um Færeyjar markar tímamót. Tilkomu hans fylgir aukið öryggi í tengingum Íslands við útlönd, en landið er nú í fyrsta skipti tvítengt um ljósleiðara, austur og vestur um haf.

Af tilefni opnunar sæstrengsins var haldinn blaðamannafundur á Nordica Hótel. Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu í gegnum nýja strenginn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum