Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. mars 2004 Innviðaráðuneytið

Skipaskoðun færð til skoðunarstofa

Frá og með deginum í dag geta skoðunarstofur tekið að sér að skoða skip að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Markmiðið er að skoðanir verði framkvæmdar á sem hagkvæmastan hátt án þess að slakað verði á kröfum um öryggi.

Breytingarnar koma fram í lögum nr. 47/2003 sem samþykkt voru á vorþingi 2003. Í lögunum er Siglingastofnun heimilað að fela öðrum skoðun skipa og gefa út starfsleyfi þeim til handa. Tæknilegt eftirlit verður í höndum sjálfstætt starfandi faggiltra skoðunarstofa en ábyrgð á því verður eftir sem áður í höndum viðkomandi stjórnvalds. Skoðunarstofur munu þurfa að uppfylla skilyrði laganna og vinna í samræmi við vottaða gæðastaðla og samþykktar skoðanahandbækur.

Í tilefni þessara breytinga var í dag gefin út skoðunarhandbók sem þeir aðilar sem hafa leyfi til skipaskoðunar er skylt að fara eftir.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum