Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. mars 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundur félagsmálaráðherra með fulltrúum dagforeldra

Félagsmálaráðherra hefur í dag ákveðið að setja á fót starfshóp sem fær það hlutverk að undirbúa útgáfu reglugerðar um starfsemi dagforeldra.

Ráðherra átti í dag fund með fulltrúum dagforeldra þar sem farið var yfir athugasemdir þeirra við drög að nýrri reglugerð um starfsemi þeirra. Ennfremur hefur ráðherra átt samtöl við kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum um málið. Ljóst er af þeim samskiptum að skiptar skoðanir eru um ýmis atriði málsins.

Niðurstaða ráðherra er að fela sérstökum starfshópi að fjalla um reglugerðardrögin með það að markmiði að útgáfa hennar fari fram eigi síðar en 1. september næstkomandi. Fulltrúar dagforeldra og Sambands íslenskra sveitarfélaga munu meðal annarra eiga aðild að þeim hópi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum