Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. mars 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ný hæfingarstöð fyrir fatlaða

Ný hæfingarstöð við Dalveg 18
Ný hæfingarstöð við Dalveg 18

Í dag opnaði félagsmálaráðherra nýja hæfingarstöð fyrir fatlaða við Dalveg 18 í Kópavogi.

Á Hæfingarstöðinni eru fimm þjálfunarrými og tvö rými fyrir einstaklingsþjálfun þar sem 37 einstaklingar fá þjónustu daglega. Á Hæfingarstöðinni verður boðið upp á fjölbreytta hæfingu og starfsþjálfun sem byggist á einstaklingsmiðaðri nálgun/þjónustu. Hæfingarstöðinni er sérstaklega ætlað að koma til móts við þarfir fatlaðra fyrir dagþjónustu, vinnu og hæfingu sem flutt hafa af Kópavogsbraut 5, en einnig fá einstaklingar af biðlista tilboð um þjónustu.

Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Reykjanesi mun hafa veg og vanda af rekstri stöðvarinnar. Húsnæðið er um 580 m2 að stærð. Forstöðumaður Hæfingarstöðvarinnar við Dalveg heitir Sólveig Ingibergsdóttir.

Félagsmálaráðuneytið fagnar því að enn er nýjum áfanga náð í bættri þjónustu við fatlaða á höfuðborgarsvæðinu.

Myndir frá opnuninni:

haefingarstod1 haefingarstod5 haefingarstod6
haefingarstod3 haefingarstod2 haefingarstod4


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum