Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. maí 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Hvatning til Heilbrigðisstofnunarinnar Akranesi

Heilbrigðisstofnunin á Akranesi fékk sérstök hvatningarverðlaun frá nefnd sem hafði það hlutverk að velja ríkisstofnanir sem þóttu til fyrirmyndar á árinu 2004. Áfengis-og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, varð fyrir valinu sem ríkisstofnun til fyrirmyndar, Fiskistofa hlaut einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur og Heilbrigðisstofnunin Akranesi fékk sem sé sérstök hvatningarverðlaun fyrir góða frammistöðu. Heilbrigðisstofnunin Akranesi markaði sér stefnu árið 1998 sem nýlega var endurskoðuð og staðfest af heilbrigðismálaráðherra. Í áætlunum sínum setur stofnunin fram skýr markmið, m.a. töluleg, leiðir til að ná markmiðum og hvernig staðið skuli að árangursmati. Hluti árangursmælikvarða er sameiginlegur með öðrum heilbrigðisstofnunum og hefur stofnunin verið virk í því þróunarverkefni. Stjórnendur og hluti annarra starfsmanna vann að stefnumótuninni og er unnið að því að hrinda aðgerðaáætlun í framkvæmd með gæðaverkefnum. Nefndin telur að þær breytingar sem unnið er að innan sjúkrahússins séu afar áhugaverðar. Hvatt er til þess að unnið sé ötullega að málum til þess að ná sýnilegum árangri sem fyrst. Nefndin telur að fleira sé til vitnis um að vel sé staðið að málum og að stofnunin standi framarlega meðal heilbrigðisstofnana. Þar skal helst nefna lyfjamálin, innkaup, áætlanagerð og samstarfssamninga.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum