Hoppa yfir valmynd

Frétt

19. maí 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsmálaráðherra veitir styrki vegna atvinnumála kvenna

Í febrúar s.l. var auglýst eftir styrkumsóknum vegna atvinnumála kvenna. Tilgangur styrkveitinga var fjórþættur; sem vinnumarkaðsaðgerð til að draga úr atvinnuleysi meðal kvenna, viðhalda byggð um landið, auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og að auka fjölbreytni í atvinnulífi. Hluta fjárins var varið í verkefni á svæðum þar sem atvinnulíf er einhæft og hlutfall atvinnuleysis hátt. Ekki voru gerðar eins strangar kröfur um arðsemi þeirra verkefna en engu að síður var miðað við að styrkurinn væri ekki félagslegt úrræði heldur um raunverulega atvinnusköpun að ræða. 

Önnur verkefni voru einnig valin af ráðgjafahópi félagsmálaráðherra eftir ákveðnum forsendum og þeim veittur hærri styrkur.
Áhersla var lögð á atvinnusköpun.

Alls bárust 178 umsóknir og samþykktir hafa verið 44 styrkir sem félagsmálaráðherra veitir. Fjárhæð styrkveitinga nemur 20 milljónum króna og eru verkefnin af ýmsum toga. 

Listi yfir styrkþega og tegund verkefna:

 

Nafn Fjárhæð Verkefni
Afhverju ehf 750.000 Fræðandi teiknimyndir og tölvuleikir fyrir börn
Aftur ehf 500.000 Fjöldaframleidd endurunnin föt á markað í Asíu
Alda Agnes Pálsdóttir 750.000 Minjagripapökkuðum vörum frá íslenskum framleiðendum
Alvarlega félagið ehf 250.000 Gerð hannyrðapakkninga sem byggja á íslenskum þjóðararfi 
Anna Dóra Markúsdóttir 400.000 Hundahótel og ræktunaraðstaða í Grundarfirði
Anna Sigurveig Magnúsdóttir 750.000 Íslenskur tölvuleikur með táknmáli fyrir börn
Astrid Örn-Aðalsteinsson 600.000 Fjölskylduspil
Auður Vala Gunnarsdóttir 400.000 Heilsuræktarstöð á Egilsstöðum 
Ásdís Jónsdóttir 400.000 Nuddstofa á Ströndum
Áslaug Pálsdóttir 300.000 Upplýsingaöflunarfyrirtæki
Berglind Lilja Þorbergsdóttir 200.000 Heilsuræktarstöð í Stykkishólmi
Bergljót Arnalds 750.000 Útflutningur á íslensku barnaefni með kennslugildi
Birna Stefanía Jóhannsdóttir 300.000 Laufakökuframleiðsla úr postulíni
Draumasetrið Skuggsjá 200.000 Menningartengd ferðaþjónusta
Elín Heiða Valsdóttir 500.000 Fósturvísatalningar í sauðfé
Erna Reynisdóttir 500.000 Leiktækjaleiga fyrir leikskóla og stofnanir
Ferðamálafélagið Súlan / Karen Rut Konráðsdóttir 500.000 Markaðsmál kvenna í ferðaþjónustu í Þistilfirði
Fjóla Hilmars 500.000 Ljósastangir fyrir glugga
Guðríður Guðmundsdóttir 250.000 Sumarbúðir í Hrauni Ingjaldssandi
Helga Davids 200.000 Bókamerki og póstkort með þurrkuðum og pressuðum blómum
Helga Jóhannesdóttir 250.000 Fjöldaframleiddur mokkabolli
Ingibjörg Hanna Pétursdóttir 750.000 Hönnun og þróun nýs ullarefnis sem söluvöru
Ísgel ehf 700.000 Útrás með gelmottur
Karen Rut Konráðsdóttir 300.000 Tölvu- og prentþjónusta á Þórshöfn
Kiesel Software 750.000 Hugbúnaðarframleiðsla hljóðvinnslu og tónlistargerðar fyrir alþjóðamarkað
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir 300.000 Útrás minjagripaframleiðslu
Lilja Kristín Magnúsdóttir / Lína Hrönn Þorkellsdóttir 200.000 Táknmálsþýðingar á íslenskum vefsíðum
Margret Einarsdóttir 300.000 Nuddstofa/heilsulind á Höfn
Margrét Lára Jóhannsdóttir 150.000 Kertaframleiðsla á Dalvík
Olga Andreasen 300.000 Stunguvél til bútasaums
Rósa Helgadóttir 750.000 Útrás með framleiðslu á geimtöskum
Sigrún Sveinbjörnsdóttir 300.000 Heilsubúðir á Höfn fyrir offitusjúklinga 
Sólrún Ólafsdóttir 300.000 Bókhaldsþjónusta á Kirkjubæjarklaustri
Sólveig Þorvaldsdóttir 750.000 Ráðgjöf, rannsóknir og fræðsla á sviði náttúruhamfara ofl
Stefanía Hjördís Leifsdóttir 400.000 Vistunarheimili  í Fljótum fyrir börn með hegðunarerfiðleika
Svandís Stefánsdóttir 350.000 Hjálparbúnaður fyrir fatlaða
Ulla R. Pedersen 450.000 Landslagssarkitekt í Öræfum
Unnur Knudsen Hilmarsdóttir 500.000 Fjöldaframleiddar áður handunnar vörur
Vaxandi ehf / Helga Björg Jónasardóttir 500.000 Nytjahlutir og skrautmunir úr vaxi
Vigdís Klara Aradóttir 250.000 Listasmiðja í Svarfaðardal
Vinnuheiti - Huglind - Miðhvammi 750.000 Ritvinnsluver fyrir fjölmiðla, vefsíður ofl. í Aðaldælahreppi
Þórunn Guðgeirsdóttir 450.000 Fótaaðgerðastofa á Egilsstöðum
Athafnakonur 750.000 Sýninga- og ráðstefnuröð




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum