Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. ágúst 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Norrænn ráðherrafundur á Ísafirði

Norrænn ráðherrafundur á ÍsafirðiTveggja daga fundi fulltrúa frá heilbrigðis-, félagsmála- og dómsmálaráðuneytum Norðurlandanna lauk á Ísafirði í gær. Þetta var árlegur fundur ráðherra og fulltrúa í nefnd sem samræmir baráttu landanna gegn fíkniefnaneyslu. Á fimmta tug fulltrúa Norðurlandanna, Álandseyja og Færeyja sóttu fundinn, en Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra stjórnaði fundinum. Meðal fundarmanna voru, auk fulltrúa landanna, Per Unckel, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, fulltrúar frá Lýðheilsustöð og þrír fyrirlesarar sem fjölluðu hver með sínum hætti um hvaða aðferðir hafa gefist best við fíkniefnameðferð ungmenna. Þetta voru Harvey Milkman, prófessor frá háskólanum í Denver í Bandaríkjunum, Tore Andreasson, sem kom frá háskólanum í Bodö í Noregi og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Þá voru á fundinum kynntar frumniðurstöður úr svokölluðu Eyjaverkefni sem unnið hefur verið í samvinnu Grænlands, Íslands, Færeyja og Álandseyja.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
12. ágúst 2004

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum