Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. ágúst 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Settur forstjóri LSH

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur sett Jóhannes M. Gunnarsson, skurðlækni, til að gegna starfi forstjóra Landspítala-háskólasjúkrahúss frá 1. september n.k. en þá hefst 8 mánaða námsleyfi Magnúsar Péturssonar, forstjóra sjúkrahússins. Jóhannes hefur gegn starfi framkvæmdastjóra lækninga síðastliðin fjögur ár og starfað sem staðgengill forstjóra. Heilbrigðisráðherra hefur sett Vilhelmínu Haraldsdóttur í starf framkvæmdastjóra lækninga, en hún hefur gegnt starfi sviðsstjóra lækninga á lyflækningasviði II.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum