Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. nóvember 2004 Innviðaráðuneytið

Flugslys TF-ARR á Sharjah flugvelli

Rannsóknarnefnd flugslysa hefur tilnefnt fulltrúa Íslands við rannsókn á flugslysi sem varð í gær á flugvelli í sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Flugvél af gerðinni Boeing 747 hlekktist á í flugtaki á Sharjah flugvelli skammt frá Dubai í gær. Vélin var í fragtflugi og voru 3 áhafnarmeðlimir um borð. Engann sakaði en flugvélin er talin mikið skemmd.

Þormóður Þormóðsson, rannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa er nú á leið á vettvang.

Sjá nánar heimasíðu Rannsóknarnefndar flugslysa www.rnf.is



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum