Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. desember 2004 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - október 2004. Greinargerð: 9. desember 2004

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - október 2004 (PDF 105K)

Mánaðaruppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tíu mánuði ársins liggur nú fyrir. Við samanburð á afkomu ríkissjóðs fyrri ára verður að hafa í huga að mánaðaruppgjörið er nú með breyttu sniði og hefur framsetning afkomuyfirlits verið færð nær almennum sjóðstreymisyfirlitum. Þetta hefur þau áhrif að gjöldin verða um 5 milljörðum króna hærri og því ekki samanburðarhæf við fyrri ár. Skatttekjur ríkisins eru hins vegar gerðar upp með sambærilegum hætti og áður.

Greiðsluafkoma. Samkvæmt októberuppgjöri reyndist handbært fé frá rekstri neikvætt um 2,8 milljarða króna sem er 16,3 milljörðum betri staða en á sama tíma í fyrra. Áætlun gerði ráð fyrir um 13,9 milljarða króna lakari stöðu. Skýringin er sú að tekjur hækka um 12,7 milljarða umfram hækkun gjalda. Hreyfingar á viðskiptareikningum reyndust 1,1 milljarði hagstæðari en gert var ráð fyrir.

Tekjur. Heildartekjur ríkissjóðs námu 228,7 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins og hækkuðu um 17,2 milljarða frá sama tíma í fyrra eða um 8,1%. Þar af námu skatttekjur ríkissjóðs 212,7 milljörðum króna og aðrar rekstrartekjur 15,7 milljörðum króna. Hækkun skatttekna frá fyrra ári nam 14,9% sem jafngildir 11,6% raunhækkun. Skattar á tekjur og hagnað námu 66,9 milljörðum króna og hækkuðu um 11 milljarða frá sama tíma í fyrra. Þar af hækkaði tekjuskattur einstaklinga um 5,5, milljarða, tekjuskattur lögaðila um 4,2 milljarða og fjármagnstekjuskattur um 1,3 milljarða króna. Innheimta tryggingagjalda nam 22,7 milljörðum króna sem er 10,3% aukning frá sama tíma í fyrra. Til samanburðar má geta þess að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 4,5% á þessu tímabili og almennt verðlag um 3%. Innheimta eignaskatta jókst einnig frá síðasta ári eða um 25,9% sem jafngildir 22,2% raunhækkun. Tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti jukust um 8,8 milljarða króna frá sama tíma í fyrra sem jafngildir 9,7% raunhækkun. Innheimta annarra skatta á vöru og þjónustu jókst einnig eða um 8,6% að raungildi. Þetta endurspeglar áframhaldandi aukin umsvif í efnahagslífinu, einkum í neysluútgjöldum heimilanna.

Gjöld. Útgreiðslur fyrstu tíu mánuði ársins nema 233,3 milljörðum króna og hækka um 14,6 milljarða milli ára, en að teknu tilliti til breyttrar færslu gjalda nemur hækkunin um 9,6 milljörðum króna, eða rúmlega 4%. Hækkun milli ára kemur að langmestu leiti fram í félagsmálum, eða 11,6 milljarðar. Undir þann málaflokk falla nær ° hlutar af öllum útgjöldum ríkisins. Þannig hækka greiðslur til heilbrigðismála um 4,1 milljarð, hækkun almannatrygginga nemur 2,7 milljörðum og 2,3 milljarðar eru vegna fræðslumála. Hækkun til atvinnumála, 2,5 milljarðar króna skýrist að mestu leiti af hækkun framlaga til vegagerðar. Á móti kemur að vaxtagjöldin lækka um 1 milljarð milli ára. Í heild eru greiðslurnar 1,5 milljörðum umfram áætlun fjárlaga að viðbættum fluttum fjárheimildum frá árinu 2003. Þar vegur þyngst að greiðslur til almannatrygginga eru 3,4 milljörðum umfram áætlun. Greiðslur til heilbrgiðismála eru 1,6 milljörðum umfram áætlun fjárlaga. Útgjöld til samgöngumála eru 2,1 milljarði innan áætlunar þegar ónýttum heimildum fyrra árs er bætt við fjárlagaáætlun. Önnur frávik eru minni.

Lánamál. Lántökur námu 30,4 milljörðum króna en afborganir voru 30,9 milljarðar. Þá voru greiddir 6,3 milljarðar króna til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Handbært fé ríkissjóðs lækkaði um 0,3 milljarða á fyrstu tíu mánuðum ársins.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar-október

(Í milljónum króna)

                                                                    2000       2001         2002          2003         2004

Innheimtar tekjur.............................................

168.973

181.447

190.965

211.559

228.745

Greidd gjöld....................................................

158.594

182.678

202.110

218.708

233.304

Tekjujöfnuður.................................................

10.379

-1.229

-11.145

-7.149

-4.558

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. ....................

0

-3

-3.252

-12.013

0

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda........

-782

-2.167

-2.136

23

1.710

Handbært fé frá rekstri..................................

9.597

-3.399

-16.533

-19.139

-2.848

 

 

 

 

 

 

Fjármunahreyfingar.......................................

287

1.284

9.188

20.614

9.273

 

 

 

 

 

 

Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................

9.884

-2.115

-7.345

1.476

6.425

 

 

 

 

 

 

Afborganir lána..............................................

-34.115

-22.294

-28.558

-30.654

-30.856

   Innanlands....................................................

-20.582

-7.490

-10.598

-18.204

-5.678

   Erlendis.........................................................

-13.534

-14.804

-17.960

-12.450

-25.178

 

 

 

 

 

 

Greiðslur til LSR og LH.................................

-5.000

-11.250

-7.500

-6.250

-6.250

 

 

 

 

 

 

Lánsfjárjöfnuður. brúttó................................

-29.232

-35.659

-43.403

-35.428

-30.680

 

 

 

 

 

 

Lántökur.........................................................

28.710

64.106

43.465

27.439

30.408

   Innanlands....................................................

6.969

12.282

11.368

22.225

13.136

   Erlendis........................................................

21.741

51.824

32.097

5.214

17.272

 

 

 

 

 

 

Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................

-522

28.447

62

-7.989

-272

 
 

Tekjur ríkissjóðs janúar - október

(Í milljónum króna)

 

Breyting frá fyrra ári. %

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

Skatttekjur í heild...............................

174.113

185.079

212.683

7,3

3,3

6,3

14,9

    Skattar á tekjur og hagnað.............

54.507

55.853

66.918

21,2

2,1

2,5

19,8

        Tekjuskattur einstaklinga...............

42.298

44.434

49.957

17,2

7,9

5,0

12,4

        Tekjuskattur lögaðila.....................

4.685

3.363

7.600

35,9

-40,4

-28,2

126,0

        Skattur á fjármagnstekjur o.fl..........

7.524

8.056

9.361

31,3

18,7

7,1

16,2

    Tryggingagjöld................................

18.646

20.586

22.705

11,4

7,6

10,4

10,3

    Eignarskattar...................................

8.452

7.107

8.945

9,8

0,4

-15,9

25,9

    Skattar á vöru og þjónustu.............

91.994

100.998

113.759

-0,5

3,4

9,8

12,6

        Virðisaukaskattur..........................

61.558

67.255

76.016

0,7

5,6

9,3

13,0

 Aðrir óbeinir skattar.........................

30.436

33.743

37.743

-2,6

-0,8

10,9

11,9

          Þar af:

          Vörugjöld af ökutækjum..............

2.402

3.718

5.095

-40,8

-8,0

54,8

37,0

          Vörugjöld af bensíni.....................

6.275

6.388

7.135

-2,6

-0,3

1,8

11,7

          Þungaskattur.............................

3.829

3.958

4.664

8,0

-3,1

3,4

17,8

          Áfengisgjald og tóbaksgjald........

7.033

8.178

8.429

-1,7

0,1

16,3

3,1

          Annað............................................

10.897

11.501

17.006

9,8

0,9

5,5

47,9

    Aðrir skattar......................................

514

536

357

13,1

6,4

4,3

-33,4

Aðrar tekjur.........................................

16.852

26.480

16.062

8,6

31,5

57,1

-39,3

    Tekjur alls...........................................

190.965

211.559

228.745

7,4

5,2

10,8

8,1


Gjöld ríkissjóðs janúar-október

(Í milljónum króna)

Breyting frá fyrra ári. %

2002

2003

2004

2001

2002

2003

2004

Almenn mál........................................

22,049

22,534

24,161

4,7

18,0

2,2

7,2

    Almenn opinber mál.........................

12,346

12,409

13,152

6,7

15,5

0,5

6,0

    Löggæsla og öryggismál..................

9,703

10,124

11,009

2,0

21,2

4,3

8,7

Félagsmál..........................................

124,260

140,042

151,655

15,9

12,4

12,7

8,3

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

26,373

28,545

32,537

15,2

11,9

8,2

14,0

             Heilbrigðismál..........................

51,434

57,638

61,760

12,2

13,7

12,1

7,2

             Almannatryggingamál..............

39,134

45,731

48,403

21,4

11,0

16,9

5,8

Atvinnumál........................................

30,143

33,197

35,647

16,9

3,7

10,1

7,4

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

9,118

9,280

9,535

22,5

4,1

1,8

2,7

             Samgöngumál..........................

13,555

15,852

17,428

14,4

4,2

16,9

9,9

Vaxtagreiðslur...................................

16,969

12,895

11,863

8,3

6,7

-24,0

-8,0

Aðrar greiðslur..................................

8.689

10,041

9,978

46,3

3,2

15,6

-0,6

Greiðslur alls.....................................

202,110

218,708

233,304

15,2

10,6

8,2

6,7




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum