Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. desember 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Fjórar reglugerðir um bætur almannatrygginga

Fréttatilkynning nr. 31/2004

Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, hefur undirritað fjórar reglugerðir. Taka þrjár gildi 1. janúar 2005 og sú fjórða við birtingu í Stjórnartíðindum. Með gildistöku reglugerðanna hækka í fyrsta lagi frítekjumörk almannatrygginga á næsta ári um 5% frá því sem gildir nú, í öðru lagi eru staðfestar eingreiðslur til elli-og örorkulífeyrisþega í júlí og desember á næsta ári, í þriðja lagi hækka bætur almannatrygginga um 3,5 af hundraði frá og með 1. janúar 2005 og í fjórða lagi hækka fjárhæðir í reglugerð um stofnanaþjónustu fyrir aldraða um 5% frá og með 1. janúar 2005.

Reglugerðirnar:

pdf-takn Reglugerð um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) samkvæmt lögum nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum

Reglugerð um eingreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2005

pdf-takn Reglugerd_um_hækkun_bóta_almannatrygginga

pdf-takn Reglugerð um (14.) breytingu á reglugerð nr. 47/1990 um stofnanaþjónustu fyrir aldraða

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
17. desember, 2004

Hjálagt: Fjórar reglugerðir



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum