Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. janúar 2005 Innviðaráðuneytið

Samgönguráðuneytið óskar umsagnar hagsmunaaðila og almennings

Á vegum samgönguráðuneytisins hefur undanfarið verið unnið að endurskoðun nokkurra ákvæða umferðarlaga nr. 50/1987.

Meginástæðan er sú að styrkja þarf ákvæði um aksturs- og hvíldartíma með hliðsjón af dómi Hæstaréttar nr. 251/2004, þar sem ákærði var sýknaður m.a. vegna skorts á verknaðarlýsingu ætlaðs brots í lögum og reglugerð.

Aðrar helstu breytingar í meðfylgjandi drögum eru eftirfarandi:

  • Heimildir lögreglunnar til sýnatöku eru auknar og getur hún nú t.d. krafist munnvatnssýnis til að rannsaka hvort ökumaður sé undir áhrifum ávana eða fíkniefna.
  • Í 108 gr. laganna eru settar inn heimildir til þess að leggja á gjald fyrir stöðu og stöðvunarbrot í stað sektarákvæða núgildandi laga. Einnig er fjárhæð gjalds ákveðin fyrir brot á reglum um skyldu að færa ökutæki til skoðunar sem nú rennur til Umferðastofu.
  • Ráðherra getur nú sett reglur um að sérstakir eftirlitsmenn, t.d. starfsmenn Vegagerðarinnar, auk lögreglu geti annast eftirlit með heildarþyngd og ásþunga ökutækja og ástandi ökutækja í umferðinni.

Drög að frumvarpi til umferðarlaga (PDF - 130KB)

Ráðuneytið óskar umsagnar hagsmunaaðila og almennings fyrir 10. janúar 2005. Vinsamlegast sendið umsagnir á [email protected]

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum