Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. janúar 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Hratt dregur úr biðtíma eftir heyrnartækjum

Árangurinn er umtalsverður enda talið eðlilegt að reikna með nokkurra vikna bið eftir tækjum þar sem sérsmíða þarf hlustarstykki fyrir hvern og einn. Auk þess eru um 40% af þeim heyrnartækjum sem seld eru hjá HTÍ svokölluð “inn-í-eyrað-tæki” og eru þau sérsmíðuð. Getur tekið átta til tíu vikur að fá þau frá framleiðendum.

Á árinu 2004 voru seld 2004 heyrnartæki til 1260 einstaklinga og eru í þeim hópi bæði þeir sem eru að endurnýja tæki og þeir sem eru að fá ný tæki. Þá varð mikil aukning í sölu á annars konar hjálpartækjum sem nýtast heyrnarskertum og heyrnarlausum. Hér er um að ræða búnað eins og tónmöskvapúða, vekjaraklukkur og fleira.  Með hjálpartækjum eins og tónmöskvapúðanum getur einstaklingurinn nýtt sér betur kosti heyrnartækjanna en nánast öll heyrnartæki eru útbúin með tónmöskva sem nýtist m.a. annars með tónmöskvapúðanum til að hlusta á sjónvarp og útvarp.

Rúmlega 2% Íslendinga nota heyrnartæki en ef tekið er mið af erlendum rannsóknum má gera ráð fyrir að allt að 15% þjóðarinnar sé heyrnarskertur og 5 - 10% gætu haft gagn af því að nota heyrnartæki.  Hlutfall Íslendinga sem nota heyrnartæki er svipað og hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð og Noregi en í Danmörku er hlutfallið heldur hærra eða 3,4%.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum