Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. janúar 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherraráðstefna WHO um geðheilbrigðismál

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sækir ráðstefnuna fyrir hönd Íslands og flytur þar ávarp, en fulltrúar 52 þjóða sækja hana. Þetta er fyrsta ráðherraráðstefnan sem svæðisskrifstofa WHO heldur um málefni geðsjúkra. Fyrir evrópsku ráðherrunum liggur að móta stefnu í geðheilbrigðismálum álfunnar til næstu fimm ára. Auk heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra flytur Guðjón Magnússon, einn af framkvæmdastjórum WHO í Kaupmannahöfn, erindi á ráðherraráðstefnunni, en Guðjón hefur átt ríkan þátt í undirbúningi hennar. Sigurður Guðmundsson, landlæknir, tekur þátt í ráðherraráðstefnunni og þar fyrir utan kemur að í hlut Elínar Ebbu Ásmundsdóttur og Héðins Unnsteinssonar að kynna hvort sitt verkefni sem unnin hafa verið í þágu geðsjúkra.

 

http://www.who.dk/mentalhealth2005

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum